Section #
Segment

Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar var upphaflega gert árið 2003 þar sem áhrif framkvæmda á umhverfi, lífríki og samfélag voru metin. Í desember 2015 ákvað Skipulagsstofnun að endurskoða ætti áhrif á tvo umhverfisþætti: landslag og ásýnd lands og ferðaþjónustu og útivist. Matsskýrsla sem tekur til þessara þátta var gefin út árið 2017, en mat frá 2003 um áhrif á aðra umhverfisþætti er enn í gildi.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF

Hér má nálgast sérfræðiskýrslur sem unnar voru sérstaklega vegna matsins

Hér má lesa matsskýrslu frá 2003

Section #
Segment

Orka úr endalausri hringrás

Hvammsvirkjun tilheyrir einu stærsta orkuvinnslusvæði landsins, Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Upptök þess eru í Hofsjökli og Vatnajökli, þaðan sem vatnið rennur úr um 600 metra hæð og losar gríðarmikla orku á leið sinni til sjávar.

Segment

Hæð inntakslóna yfir sjávarmáli

Segment

Vatn sem rennur um Hvammsvirkjun hefur áður verið nýtt til orkuvinnslu í sex aflstöðvum sem staðsettar eru ofar á svæðinu. Með því að virkja fall í Þjórsá neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir.

Section #
Segment
Segment

Yfirlitskort

Yfirlit yfir helstu framkvæmda- og umhverfisþætti

Á kortinu hér fyrir ofan má skoða framkvæmda- og umhverfisþætti vegna Hvammsvirkjunar. Þar má nefna niðurstöður viðhorfskannana meðal íbúa og sumarhúsaeigenda á svæðinu, landnotkun, yfirlit yfir verndarsvæði, sýnileika framkvæmda og fleiri þætti. Kortið er gagnvirkt og inniheldur einnig ljósmyndir frá svæðinu.

Section #
Segment

Hvammsvirkjun

Hvammsvirkjun verður sjöunda og neðsta aflstöðin á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Hún mun nýta 32 metra fall í neðri Þjórsá frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey. Ýmsar breytingar hafa orðið á hönnun virkjunarinnar frá árinu 2003, meðal annars fyrir tilstuðlan athugasemda frá hagsmunaðilum og almenningi.

Nánar um Hvammsvirkjun

Landslag og ásýnd lands

Breytingar á landslagi og ásýnd lands geta haft áhrif á hvernig fólk skynjar umhverfi sitt. Það er því mikilvægur hluti framkvæmda að aðlaga ný virkjunarmannvirki landslagi í kring. Með landslagsgreiningu og viðhorfskönnunum fást upplýsingar sem nýttar eru til að skapa heildarjafnvægi á milli útlits mannvirkja, landmótunar og náttúrulegs umhverfis.

Nánar um áhrif á landslag og ásýnd lands

Ferðaþjónusta og útivist

Viðhorf heimafólks, sumarhúsaeigenda og fagfólks í ferðaþjónustu er það sem helst er stuðst við þegar metin eru áhrif virkjunarframkvæmda á ferðaþjónustu og útivist. Áhrifin eru að mestu sjónræns eðlis.

Nánar um áhrif á ferðaþjónustu og útivist

Mótvægisaðgerðir

Út frá heildaráhrifum framkvæmdar eru lagðar fram mótvægisaðgerðir sem koma eiga í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif. Neikvæð áhrif Hvammsvirkjunar á þá tvo umhverfisþætti sem eru til endurmats nú eru að mestu sjónræns eðlis. Þess vegna eru ýmsar mótvægisaðgerðir innleiddar strax á fyrri stigum hönnunar.

Nánar um mótvægisaðgerðir

Kynning og samráð

Kynningartími á mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar stóð yfir í 6 vikur eða frá 24. maí til 6. júlí 2017. Reynt var að ná til sem flestra og voru allir hvattir til að kynna sér verkefnið og koma ábendingum á framfæri.

Nánar um ferlið

Segment

Kynntu þér Hvammsvirkjun

Hvammsvirkjun er sjöunda og neðsta aflstöðin á einu stærsta orkuvinnslusvæði landsins. Með því að virkja fall neðan núverandi virkjana í Þjórsá vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir.