Section #
Section #
Segment

Kynningartími á mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar er hafinn. Frummatskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar en nálgast má allar frekari upplýsingar á vef stofnunarinnar. Einnig er hægt að skoða útprentuð eintök hjá Landsvirkjun og Skipulagsstofnun. Landsvirkjun kynnir matið með þessari rafrænu útgáfu af frummatsskýrslunni þar sem allt ítarefni er gert aðgengilegt.

Section #Sendaabendingu
Segment

Hvernig getur þú komið að málum?

Kynningartími stendur yfir í 6 vikur eða frá 24. maí til 6. júlí 2017. Á þeim tíma er öllum frjálst að kynna sér verkefnið og senda inn ábendingar eða athugasemdir. Athugasemdir við frummatsskýrslu skulu vera skriflegar og sendast til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b eða á netfangið skipulag@skipulag.is

Þess utan er einnig velkomið að senda ábendingar beint til Landsvirkjunar sem verða þá ekki hluti af formlegu matsferli Skipulagsstofnunar. Landsvirkjun mun taka allar ábendingar til skoðunar og svara eftir bestu getu.
Netfangið er Hvammur@landsvirkjun.is