Section #
Segment

Kynningartími á mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar er hafinn. Á kynningartímanum mun Landsvirkjun halda opna fundi með almenningi og fagaðilum þar sem niðurstöður frummatsskýrslunnar verða kynntar.

Section #Kynningartimi
Segment

Kynning á mati á umhverfisáhrifum

Opinber kynningartími frummatsskýrslu er frá 24. maí til 6. júlí 2017. Á þeim tíma verða haldin þrjú opin hús þar sem áhugasamir geta kynnt sér verkefnið. Á fundunum verða niðurstöður frummatsskýrslu kynntar og fulltrúar framkvæmdarinnar, ásamt ráðgjöfum, verða á staðnum til að svara spurningum.

Fyrirkomulag fundanna verður þannig að upplýsingar um framkvæmdina verða á veggspjöldum og tölvuskjám og fulltrúar frá Landsvirkjun, Landsneti og Eflu verða á staðnum til að svara fyrirspurnum.


Félagsheimilið Árnes

Miðvikudagur 14. júní
Kl. 15-21


Hótel Stracta á Hellu

Fimmtudagur 15. júní
Kl. 15-21


Nauthóll Reykjavík

Fimmtudagur 29. júní
Kl. 17-19

Section #Sendaabendingu
Segment

Við hvetjum alla til að senda ábendingu

Með þessari rafrænu útgáfu af frummatsskýrslunni vill Landsvirkjun ná athygli almennings snemma í undirbúningsferli framkvæmdarinnar, á meðan enn er tækifæri til að hafa áhrif á framgang ferlisins. Að kynningartíma loknum verður umsögnum og athugasemdum sem berast eftir formlegum leiðum svarað í endanlegri matsskýrslu. Frekari upplýsingar um ferlið er að finna á síðunni senda ábendingu.