Section #
Segment

Mikilvægur þáttur í mati á umhverfisáhrifum er að kynna ætluð áhrif framkvæmdar og gefa almenningi tækifæri til að koma ábendingum á framfæri. Í mati á umhverfisáhrifum eru þrjú meginskjöl undirbúin. Tvö þeirra eru lögð fram til kynningar og umsagnar almennings, fagstofnana og hagsmunaðila. Þau skjöl eru tillaga að matsáætlun og frummatsskýrsla, sem er til umfjöllunar hér.

Segment

Áður en sótt er um framkvæmdaleyfi þarf að hafa farið fram mat á umhverfisáhrifum fyrir viðkomandi virkjunarkost. Við matið eru möguleg áhrif framkvæmdarinnar rannsökuð ítarlega, mótvægisaðgerðir skilgreindar og samráð haft við leyfisveitendur, fagstofnanir, hagsmunaaðila og almenning.

Ferlinu við gerð mats á umhverfisáhrifum má skipta í þrjú stig: Undirbúning, kynningu og afgreiðslu.

Section #Undirbuningur
Segment

Undirbúningur

Matsáætlun

Á undirbúningsstigi vinnur framkvæmdaraðili, sem í þessu tilfelli er Landsvirkjun og Landsnet, að gerð matsáætlunar. Fyrst eru gerð drög að matsáætlun, sem framkvæmdaraðili kynnir opinberlega og tekur við ábendingum frá almenningi og opinberum aðilum.

Þá er unnið úr ábendingum og að því loknu leggur framkvæmdaraðili fram tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Í tillögunni er framkvæmdinni lýst, hvaða þættir hennar gætu haft áhrif á umhverfið, hvaða umhverfisþættir (t.d. gróður, vatnafar, landslag og ferðaþjónusta) gætu orðið fyrir umhverfisáhrifum og hvernig framkvæmdaraðili muni rannsaka þá þætti. Einnig segir framkvæmdaraðili frá því hvernig kynningu og samráði verður háttað.

Skipulagsstofnun ber tillöguna undir umsagnaraðila. Má þar nefna Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Fiskistofu og Ferðamálastofu. Á sama tíma er tillagan kynnt á vef Skipulagsstofnunar og þar getur almenningur lagt fram athugasemdir.

Að kynningartíma loknum vinnur Skipulagsstofnun úr umsögnum og athugasemdum og tekur ákvörðun um matsáætlun. Ákvörðunin segir til um hvort tillagan sé fullnægjandi og með hvaða hætti skuli leggja mat á umhverfisáhrif framkvæmdar. Matsáætlun er því einskonar verkáætlun sem framkvæmdaraðili fylgir við gerð frummatsskýrslu.

Section #MatsferliHvammsvirkjunar
Segment

Matsferli Hvammsvirkjunar

Section #Kynning
Segment

Kynning

Frummatsskýrsla

Framkvæmdaraðili mat umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og hafði samráð við almenning og fagaðila í samræmi við matsáætlun. Niðurstöður voru settar fram í frummatsskýrslu. Skýrslan var send til Skipulagsstofnunar sem bar hana undir umsagnaraðila og kynnti almenningi á vef stofnunarinnar.

Landsvirkjun vann einnig þessa rafrænu útgáfu af frummatsskýrslunni. Með rafrænni útgáfu vill Landsvirkjun auka enn frekar aðgengi almennings að niðurstöðum matsins og hvetja fólk til að hafa áhrif á framgang ferlisins á meðan tækifæri er til. Kynningartíminn var sex vikur og var almenningur hvattur til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir.

Section #Afgreidsla
Segment

Afgreiðsla

Matsskýrsla

Að loknum kynningartíma frummatsskýrslu vann framkvæmdaraðili úr umsögnum og athugasemdum og gerði endanlega matsskýrslu. Skýrslan var lögð fyrir Skipulagsstofnun sem vann álit um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Þau skilyrði sem stofnunin telur að setja þurfi fyrir framkvæmdinni eða frekari mótvægisaðgerðir eru sett fram í álitinu sem finna má á vef stofnunarinnar. Skipulagsstofnun kynnti niðurstöður sínar fyrir framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og almenningi.

Section #Sottumleyfi
Segment

Sótt um leyfi

Þegar formlegu ferli við mat á umhverfisáhrifum er lokið hjá Skipulagsstofnun getur framkvæmdaraðili sótt um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarfélags og eftir atvikum um önnur leyfi til annarra leyfisveitenda. Leyfisveiting skal taka mið af mati á umhverfisáhrifum.