Section #
Segment

Nærsvæði Hvammsvirkjunar er töluvert nýtt til útivistar af íbúum og sumarhúsaeigendum, meira að sumri en vetri. Við mat á umhverfisáhrifum vegna Hvammsvirkjunar var skoðað hvort virkjunin muni hafa áhrif á þau tækifæri sem fólk hefur til útivistar á svæðinu.

Section #
Segment

Mat á umhverfisáhrifum vegna Hvammsvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist byggir á rannsóknum sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) gerði árið 2015. Við matið voru kannaðar þær breytingar sem verða á landinu og þar með á tækifærum til útivistar.

Breytingarnar eru til að mynda tilkoma stíflu og virkjunarmannvirkja, myndun lóns, vegagerð, flutningur á háspennulínu og breytt rennsli neðan stíflu. Jafnframt má gera ráð fyrir því að ónæði á framkvæmdatíma muni hafa tímabundin neikvæð áhrif á útivist á svæðinu á að minnsta kosti þriggja ára tímabili.

Section #Vidhorfheimamanna
Segment

Viðhorf heimamanna

Könnuð var afstaða íbúa og sumarhúsaeigenda varðandi möguleg áhrif Hvammsvirkjunar á útivist á svæðinu. 485 íbúar og sumarhúsaeigendur tóku afstöðu og var svörun um 82%. Um 770 manns búa á svæðinu og talið er að sumarhúsaeigendur séu innan við 150.

Section #Ibuarogsumarhusaeigendur
Segment

Íbúar og sumarhúsaeigendur

Nærsvæði fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar er töluvert nýtt af íbúum og sumarhúsaeigendum til ýmiss konar útivistar, t.d. útreiða, gönguferða og stangveiði.

Segment
Segment

Í vettvangskönnun kom fram að 35% íbúa á svæðinu og 56% sumarhúsaeigenda sögðust oft nota svæðið til útivistar að sumarlagi. Einnig kom fram að 15% íbúa og 22% sumarhúsaeigenda notar svæðið til útivistar utan sumars. Nær helmingur íbúa og sumarhúsaeigenda nýtir svæðið ekkert til útivistar að vetri til og tæplega fjórðungur ekkert að sumarlagi.

Section #Utreidar
Segment

Útreiðar

Um 29% þátttakenda í íbúa- og sumarhúsakönnun RRF ríða út á nærsvæði fyrirhugaðrar virkjunar. Framkvæmdin mun breyta ásýnd svæðisins sem líklega mun hafa áhrif á upplifun hestafólks í útreiðum. Á framkvæmdatíma verður reiðleiðum hliðrað á köflum næst framkvæmdasvæðinu en að öðru leyti munu reiðleiðir haldast óbreyttar. Íbúar á svæðinu eru í meirihluta þeirra sem stunda útreiðar á svæðinu.

Section #Gonguferdir
Segment

Gönguferðir

Beggja megin Þjórsár eru gönguleiðir sem nýttar eru af bæði íbúum og sumarhúsaeigendum. Engar skipulagðar gönguleiðir samkvæmt aðalskipulagi eru á svæðinu. Um 25% íbúa og sumarhúsaeigenda sögðust fara oft um svæðið í gönguferðum. Með tilkomu virkjunar munu gönguleiðir með bökkum Þjórsár færast til meðfram lóni en að öðru leyti eru áhrifin sjónræns eðlis. Leiðirnar verða lagfærðar og/eða færðar til að framkvæmdum loknum.

Section #Veidi
Segment

Veiði

Tekið skal fram að hér eru ekki metin áhrif Hvammsvirkjunar á lífríki Þjórsár, heldur fjallað um veiði sem útivistarmöguleika fyrir ábúendur og ferðafólk. Með hliðsjón af fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum til verndunar vatnalífríkis í Þjórsá er talið að möguleikar ábúenda til stangveiði í Þjórsá og þverám hennar verði ekki skertir.

Segment
Arvik.is
Segment

Veiði í Þjórsá

Lífríki Þjórsár hefur verið vaktað með rannsóknum á fiskistofnum í ánni allt frá 1973. Landsvirkjun hefur einnig staðið fyrir seiðasleppingum og byggingu fiskistiga við fossinn Búða. Þær aðgerðir hafa tvöfaldað laxgeng svæði árinnar og fjölgað veiðistöðum.

Segment

Sumarhúsaeigendur eru þeir sem stunda mest allra stangveiði, en alls stunda 12% íbúa og sumarhúsaeigenda oft veiði á svæðinu. 58% íbúa og sumarhúsaeigenda töldu að Hvammsvirkjun myndi hafa neikvæð áhrif á veiði í Þjórsá. Í könnun meðal ferðafólks töldu eingöngu 4 til 5% þátttakenda að veiði eða lífríki myndu verða fyrir áhrifum af virkjuninni.

Section #Nidurstodurogmotvaegisadgerdir
Segment

Niðurstöður og mótvægisaðgerðir

Heildaráhrif á útivist vegna Hvammsvirkjunar eru metin óverulega neikvæð. Helstu beinu áhrif framkvæmdarinnar á útivist eru staðbundin áhrif á reiðleiðir, gönguleiðir og áhrif á möguleika til stangveiði næst virkjuninni, auk tímabundinna áhrifa vegna framkvæmda. Í öllum tilvikum eru áhrifin talin óverulega neikvæð.

Nánar má lesa um niðurstöður mats á umhverfisáhrifum vegna Hvammsvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist hér. Umfjöllun um mótvægisaðgerðir má skoða hér.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Í kafla 4 má lesa nánar um áhrif á ferðaþjónustu og útivist.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF