Segment

Um 250 þúsund ferðamenn lögðu leið sína um nágrenni fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar árið 2015. Nokkrir eftirsóttir áfangastaðir eru á svæðinu sem hefur þó setið eftir varðandi fjölgun ferðafólks miðað við aukinn ferðamannastraum á landsvísu. Talið er að ferðafólki á svæðinu muni ekki fækka með tilkomu Hvammsvirkjunar.

Section #Voxturferdathjonustu
Segment

Vöxtur ferðaþjónustu á svæðinu

Mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist byggir á rannsóknum sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) gerði árið 2015. Samkvæmt niðurstöðum RRF hefur ferðaþjónusta í nágrenni fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar ekki vaxið í samræmi við fjölgun ferðafólks á landinu öllu undanfarin ár. Svæðin næst virkjun, fyrrum Gnúpverjahreppur og Landsveit, hafa setið eftir hvað varðar fjölgun ferðafólks á landsvísu og lítil uppbygging og nýsköpun átt sér þar stað í ferðaþjónustu miðað við önnur áþekk svæði, svo sem Bláskógabyggð, Hrunamannahrepp og Hellu.

Segment
Segment

Gjáin í Þjórsárdal

Þjórsárdalur er eitt helsta aðdráttaraflið á nærsvæði Hvammsvirkjunar en yfir 100 þúsund gestir fara þar um árlega. Meðal vinsælla áningarstaða í dalnum er Gjáin.

Segment

Áætlað er að erlendu ferðafólki á nærsvæði fyrirhugaðrar virkjunar hafi fjölgað um 150% frá 2001 til 2015. Á sama tíma fjölgaði erlendu ferðafólki til Íslands um 330% á tímabilinu og frá 330-450% í sýslunum tveim sem nærsvæði Hvammsvirkjunar tilheyra, Árnessýslu og Rangárvallasýslu.

Section #Gognogkannanir
Segment

Gögn og kannanir

Við núverandi mat á umhverfisáhrifum gerði RRF eftirfarandi kannanir:

  • Netkönnun meðal Íslendinga
  • „Dear Visitor“ könnun meðal erlendra ferðamanna í Leifsstöð
  • Vettvangskönnun meðal íbúa og sumarhúsaeigenda á svæðinu
  • Vettvangskönnun meðal erlendra og innlendra ferðamanna
  • Könnun meðal fagfólks í ferðaþjónustu
  • Talning á bifreiðum í Þjórsárdal og á Landvegi

Við matið var einnig stuðst við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra, rammaskipulag Þjórsárdals og skýrsluna Vegvísir í ferðaþjónustu – stefna stjórnvalda um þróun ferðaþjónustu. Niðurstöður rannsókna RRF voru bornar saman við sambærilega rannsókn sem gerð var árið 2001 í tengslum við mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar. Við samanburðinn er stuðst við þá hreppaskiptingu sem notuð var árið 2001.

Section #
Segment
Segment

Hreppamörk

Yfirlitskort

Við samanburð á niðurstöðum rannsókna 2001 og 2015 eru notuð þau sveitarfélagsmörk sem stuðst var við árið 2001. Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur hafa nú sameinast norðan ár í Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Holtahreppur og Landmannahreppur eru nú hluti af Rangárþingi ytra.

Section #Aningarstadir
Segment

Áningarstaðir

Þjórsárdalur er eitt helsta aðdráttaraflið á nærsvæði Hvammsvirkjunar. Aðsókn í Þjórsárdal hefur aukist undanfarin ár og er áætlað að hátt í 140 þúsund gestir hafi komið þangað árið 2015. Aðrir vel sóttir áningarstaðir á nærsvæði virkjunar eru Gaukshöfði, Þjórsárstofa, gestastofa Búrfellsvirkjunar (nú lokuð), Þjóðveldisbærinn og Stöng. Landvegur og Þjórsárdalsvegur eru helstu ferðaleiðir um svæðið og liggja beggja vegna Þjórsár.

Nokkrir gististaðir, þar af eitt hótel, eru á nærsvæði Hvammsvirkjunar. Ýmiss konar þjónustu er einnig haldið úti fyrir ferðafólk og má þar nefna hestaleigur, tjaldsvæði, söfn, veisluaðstöður o.fl.

Segment

Afstaða íbúa og fagaðila

Í samanburði við mat á umhverfisáhrifum vegna virkjana í Þjórsá frá árinu 2003 hafa viðhorf íbúa og sumarhúsaeigenda lítið breyst. Árið 2001 voru 41% Gnúpverja jákvæðir til virkjunar en 49% árið 2015. Sumarhúsaeigendur nú voru heldur eindregnari í andstöðu sinni en árið 2001 sem skýrist að hluta af því að nú var lögð meiri áhersla að ná til aðila næst framkvæmda­svæðinu.

Segment
Segment

Afstaða til Hvammsvirkjunar

Í vettvangskönnun RRF voru íbúar og sumarhúsaeigendur spurðir um afstöðu til Hvammsvirkjunar í heild. 414 íbúar tóku afstöðu og 71 sumarhúsaeigendur, alls 485 manns, og var svörun um 90%. Um 770 manns búa á svæðinu og talið er að sumarhúsaeigendur séu innan við 150.

Section #Afstadaferdamanna
Segment

Afstaða ferðafólks

Áætlað er að 240-260 þúsund ferðamenn hafi farið um nágrenni fyrirhugaðrar virkjunar árið 2015. Um 60% voru erlendir ferðamenn og 40% innlendir. Í niðurstöðum rannsókna RRF kemur fram að ekki er talið líklegt að ferðafólki á svæðinu muni fækka að ráði verði Hvammsvirkjun að veruleika.

Segment
Section #Afstadafagfolksiferdathjonustu
Segment

Afstaða fagfólks í ferðaþjónustu

63% þeirra sem tóku þátt í könnun meðal fagfólks í ferðaþjónustu sögðust fara oft í ferðir um svæðið að sumarlagi en aðeins 22% að vetrarlagi. Ríflega helmingur, eða 52%, fagfólks taldi að fyrirhuguð virkjun myndi hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af svæðinu, 44% töldu að áhrifin yrðu engin og 4% að þau yrðu jákvæð.

Segment
Segment

Af þeim íbúum og sumarhúsaeigendum sem bjóða upp á ferðaþjónustu á svæðinu töldu 45% að Hvammsvirkjun hefði jákvæð áhrif á ferðaþjónustu þeirra, 25% engin áhrif og 30% töldu að áhrifin yrðu neikvæð.  

Segment

Áhrif á ferðaþjónustu heimafólks

Íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu sem bjóða upp á ferðaþjónustu mátu áhrif Hvammsvirkjunar á starfsemi þeirra. 79 svör fengust.

Section #Nidurstodurogmotvaegisadgerdir
Segment

Niðurstöður og mótvægisaðgerðir

Heildaráhrif á ferðaþjónustu vegna Hvammsvirkjunar eru metin óverulega neikvæð. Áhrifin verða aðallega vegna breyttrar ásýndar á svæðinu næst Hvammsvirkjun. Nánar má lesa um áhrif á landslag og ásýnd lands hér. Á heildina litið er talið að tiltölulega fátt ferðafólk stoppi á svæðinu næst fyrirhugaðri Hvammsvirkjun og þau sem aka þar fram hjá eru flestir á leiðinni á aðra áningarstaði, fjær virkjunarsvæðinu.

Nánar má lesa um niðurstöður mats á umhverfisáhrifum vegna Hvammsvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist hér. Umfjöllun um mótvægisaðgerðir má skoða hér.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Í kafla 4 má lesa nánar um áhrif á ferðaþjónustu og útivist.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF