Section #
Segment

Hér má lesa um helstu niðurstöður um áhrif Hvammsvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist.

Section #Nidurstada
Segment

Niðurstaða

Áhrif Hvammsvirkjunar, ásamt tengivirki og breytingum á Búrfellslínu 1, á ferðaþjónustu og útivist eru talin óverulega neikvæð.

Helstu neikvæðu áhrif Hvammsvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist verða á svæðinu upp með Þjórsárdalsvegi, frá virkjun og upp fyrir Yrjasker, einkum vegna sjónrænna áhrifa og breytinga á landslagi með tilkomu fleiri mannvirkja. Á framkvæmdatíma er líklegt að aukin umferð þungavéla og sýnilegir þættir framkvæmdanna hafi áhrif á upplifun ferðafólks.

Samkvæmt skýrslu sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) gerði fyrir mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar er ólíklegt að ferðafólki á svæðinu muni fækka að ráði þrátt fyrir að Hvammsvirkjun verði að veruleika. 

Section #Ferdathjonusta
Segment

Lýsing á umhverfisáhrifum

Ferðaþjónusta

Í könnun RRF kemur fram að nærsvæði fyrirhugaðrar virkjunar hefur setið eftir hvað varðar þróun í uppbyggingu og nýsköpun ferðaþjónustu miðað við önnur sambærileg svæði. Talið er að 11-12% alls ferðafólks sem kom til landsins árið 2015 hafi farið um nærsvæði Hvammsvirkjunar.

Samkvæmt niðurstöðum RRF hefur ferðaþjónusta í nágrenni fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar ekki vaxið í samræmi við fjölgun ferðafólks á landinu öllu undanfarin ár. Ekki er talið að tilkoma virkjunarinnar leiði til fækkunar ferðafólks, fækkun á fjölda gistinátta, minni eftirspurnar eftir ferðaþjónustu eða rýri útivistarmöguleika. Þess vegna er ekki talið að ferðaþjónustuaðilar verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna Hvammsvirkjunar.

Segment
Section #
Segment

63% þeirra sem tóku þátt í könnun meðal fagfólks í ferðaþjónustu sögðust oft fara í ferðir um svæðið að sumarlagi en aðeins 22% að vetrarlagi. Ríflega helmingur, eða 52%, fagfólks taldi að fyrirhuguð virkjun myndi hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af svæðinu, 44% töldu að áhrifin yrðu engin og 4% að þau yrðu jákvæð.

Section #
Segment
Segment

Af þeim íbúum og sumarhúsaeigendum sem bjóða upp á ferðaþjónustu á svæðinu töldu 45% að Hvammsvirkjun hefði jákvæð áhrif á ferðaþjónustu þeirra, 25% engin áhrif og 30% töldu að áhrifin yrðu neikvæð.

Framkvæmdin, að meðtöldum mótvægisaðgerðum, er í samræmi við þær áherslur um uppbyggingu ferðaþjónustu og bættar samgöngur sem taldar eru upp í aðalskipulagi sveitarfélaga, rammaskipulagi og vegvísi í ferðaþjónustu.

Section #Utivist
Segment

Lýsing á umhverfisáhrifum

Útivist

Helstu beinu áhrif Hvammsvirkjunar á útivist eru staðbundin áhrif á reiðleiðir, gönguleiðir og áhrif á möguleika til stangveiði næst virkjuninni. Í öllum tilvikum eru áhrifin talin óverulega neikvæð og verða göngu- og reiðleiðir lagfærðar og/eða færðar til að framkvæmdum loknum. Ekki er talið að möguleikar til stangveiði í Þjórsá og þverám hennar minnki.

Segment

Viðhorf heimamanna

Könnuð var afstaða íbúa og sumarhúsaeigenda varðandi möguleg áhrif Hvammsvirkjunar á útivist á svæðinu. 485 íbúar og sumarhúsaeigendur tóku afstöðu. Svarhlutfallið var 82%. Um 770 manns búa á svæðinu og talið sumarhúsaeigendur séu innan við 150.

Segment

Með tilkomu Hvammsvirkjunar verða breytingar á landinu í kring. Þær breytingar munu hafa áhrif á ásýnd og landslag og þar með á upplifun íbúa, eigenda sumarhúsa og ferðamanna af svæðinu. Bein sjónræn áhrif Hvammsvirkjunar verða einkum á svæðinu upp með Þjórsárdalsvegi, frá virkjun og upp fyrir Yrjasker, þar sem stífla, stíflugarðar og lón verða sjáanleg. Umfjöllun um áhrif á landslag og ásýnd má finna hér.

Segment
Segment

Mest verða áhrifin á íbúa og á sumarhúsaeigendur næst virkjun (fyrrum Gnúpverjahreppi) þar sem útsýni mun breytast og land fer undir vatn. Aðrir íbúar og sumarhúsaeigendur í Landsveit, Holtum og á Skeiðum verða fyrir óverulegum áhrifum (sjá fyrrum hreppaskiptingu).

Section #
Segment

Samanburður við mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003

Niðurstöður þessa mats á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist eru í samræmi við niðurstöður mats á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun mats á umhverfisáhrifum tveggja þátta fyrir Hvammsvirkjun eru niðurstöðurnar nú undirbyggðar með nýrri upplýsingum og ítarlegri greiningum. Ítarlegri samanburð má lesa í kaflanum um heildaráhrif.

Section #Motvaegisadgerdir
Segment

Mótvægisaðgerðir

Með mótvægisaðgerðum er leitast við að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdar. Lagðar eru til sambærilegar mótvægisaðgerðir nú og árið 2003 varðandi áhrif á ferðaþjónustu og útivist.

Nánar má lesa um mótvægisaðgerðir hér.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Í kafla 4 má lesa nánar um áhrif á ferðaþjónustu og útivist.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF