Section #
Segment

Landslag innan áhrifasvæðis Hvammsvirkjunar er fremur fjölbreytt í landformum, línum, litum og áferð. Mikið er um náttúruleg svæði og er Þjórsá áberandi kennileiti með gróðurríkum bökkum og eyjum. Svæðið er dreifbýlt með talsvert manngerðu landslagi og því munu ný mannvirki almennt geta fallið vel að því.

Section #Ahrifalandslag
Segment

Áhrif á landslag

Með tilkomu Hvammsvirkjunar munu virkjunarmannvirki valda breytingum á landslagi. Áhrifasvæði Hvammsvirkjunar vegna landslags og ásýndar er skilgreint sem það svæði sem virkjanamannvirki sjást frá og/eða svæði þar sem landslag breytist vegna virkjunarinnar. Við afmörkun athugunarsvæðis vegna áhrifa á landslag og ásýnd lands er gert ráð fyrir að mannvirki geti valdið sjónrænum áhrifum í allt að 5 km fjarlægð.

Ýmis mannvirki eru þegar á svæðinu, allt frá stórum háspennumöstrum til minni landbúnaðarmannvirkja og dvalarstaða. Því munu ný mannvirki almennt geta fallið að landslagi svæðisins og verða aðlöguð að einkennum þess.

Landið er að mestu notað undir landbúnað, ýmsa þjónustu, frístundahús, skógrækt, uppgræðslusvæði, háspennumöstur, vegi og slóða. Töluverð umferð er um svæðið en skv. niðurstöðum greiningar Rannsókna og ráðgjafar ferðaþjónustunnar (RRF) er umferðin að mestu leyti gegnumakstur.

Segment

Kíktu í kringum þig

360° sjónarhorn

Ofan af Skarðsfjalli má sjá fjölbreytt landslag náttúru og mannvistar á svæðinu. Áberandi er farvegur Þjórsár og nærliggjandi láglendi en einnig lág fjöll, ásar og dalverpi, einkum norðan Þjórsár. Hagafjall og Núpsfjall rísa norðvestan árinnar.

Section #Landslagsheildir
Segment

Landslagsheildir

Við mat á umhverfisáhrifum vegna Hvammsvirkjunar var áhrifasvæði virkjunarinnar greint í svokallaðar landslagsheildir. Um er að ræða sjö svæði sem hvert um sig ber sömu landslagsþætti (t.d. fjöll, ár og vötn) og landslagseiginleika (t.d. form, litir, áferð og línur).

Gerð var greining á gildi hverrar landslagsheildar, það er hvaða þættir innan heildanna eru taldir mikilvægir með tilliti til landslags og ásýndar. Við greininguna er tekið mið af ábendingum heimamanna og annarra hagsmunaaðila um sérstæði svæðisins og nýtingu þess. Þá er stuðst við opinber viðmið eins og lög um náttúruvernd, skipulagslög, stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun, náttúruminjaskrá, landsskipulagsstefnu og stefnu sveitarfélaga um landslag og vernd.

Sé litið til opinberra viðmiða telst landslag á svæðinu í heild sinni ekki hafa hátt gildi, en heimamenn telja það almennt hafa hærra gildi þegar kemur að landslagi og ásýnd lands.

Segment
Segment

Landslagsheildir

Svæðum umhverfis Hvammsvirkjunar var skipt í sjö landslagsheildir. Gildi hverrar þeirra var metið með landslagsgreiningu og viðhorfskönnunum íbúa, sumarhúsaeigenda og hagsmunaðila ásamt því styðjast við viðmið um gildi landslags í opinberum stefnuskjölum. Ljósmyndir á kortinu sýna framkvæmdir án mótvægisaðgerða og fyrirvari er settur á útlit mannvirkja, enda myndirnar byggðar tölvugögnum og landlíkönum.

Segment

Niðurstöður greiningar sýna að bein áhrif á landslag verða innan þriggja landslagsheilda, heildar 1, Þjórsár og bakka hennar, heildar 3, Fossness og heildar 6, Þjórsárhrauns og Skarðsfjalls. Innan annarra heilda verða bein áhrif á landslag óveruleg og fremur er um að ræða breytta ásýnd þar sem útsýni er frá sumum aðliggjandi heildum að framkvæmdasvæðinu.

Ítarlega lýsingu á greiningu á hverri landslagsheild má lesa í sérfræðiskýrslu vegna landslagsgreiningar. Nánari lýsingu á umhverfisáhrifum vegna tiltekinna framkvæmdaþátta má lesa í niðurstöðukafla um áhrif á landslag og ásýnd lands.

Section #Vidkaemlandssvaedi
Segment

Viðkvæm landssvæði

Nokkur viðkvæm landssvæði eru innan athugunarsvæðis Hvammsvirkjunar. Móbergsmyndanir, sem gefið er gildi samkvæmt opinberum viðmiðum, eru áberandi á svæðum sem liggja að framkvæmdasvæðinu en slíkt landslag mun ekki verða fyrir raski. 

Þjórsárhraun er eldhraun og nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Í umhverfisskýrslu með Aðalskipulagi Rangárþings ytra kemur fram að þó að hluti Þjórsárhrauns muni hverfa undir lón og mannvirki Hvammsvirkjunar, eru áhrif á verndargildi þess talin óveruleg.

Viðey (Minnanúpshólmi) hefur náttúruverndargildi og er friðlýst, en ekki er talið að eyjan verði fyrir áhrifum þegar kemur að landslagi og ásýnd lands.

Mýrarskógi er gefið sérstakt gildi með hverfisvernd á aðalskipulagi Rangárþings ytra og mun svæðið ekki verða fyrir beinum áhrifum af framkvæmdinni.

Section #Nidurstodurogmotvaegisadgerdir
Segment

Niðurstöður og mótvægisaðgerðir

Heildaráhrif Hvammsvirkjunar á landslag eru metin óverulega neikvæð til talsvert neikvæð. Nánar má lesa um niðurstöður mats á umhverfisáhrifum vegna Hvammsvirkjunar á landslag og ásýnd lands hér.

Umfjöllun um mótvægisaðgerðir má skoða hér.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Í kafla 5 má lesa nánar um áhrif á landslag og ásýnd lands.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF