Section #
Section #
Segment

Fjölbreytt landslag einkennir nágrenni fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Þegar ferðast er innan þess er útsýnið síbreytilegt þar sem víðsýnt er af hæðartoppum en í lægðum myndast aflokuð rými með stuttum sjónlínum. Mannvirki og byggingar eru víða á svæðinu sem er strjálbýlt og að mestu nýtt undir landbúnað.

Section #AhrifasvaediHvammsvirkjunar
Segment

Áhrifasvæði Hvammsvirkjunar

Með tilkomu Hvammsvirkjunar munu ný mannvirki hafa áhrif á ásýnd svæðisins í kring. Áhrifasvæði Hvammsvirkjunar vegna landslags og ásýndar lands er skilgreint sem það svæði sem virkjanamannvirki sjást frá og/eða svæði þar sem landslag breytist vegna virkjunarinnar. Við afmörkun athugunarsvæðis vegna sjónrænna áhrifa er gert ráð fyrir að mannvirki geti valdið áhrifum í allt að 5 km fjarlægð, samtals 193 km2. Utan þess svæðis geta mannvirki enn verið sýnileg en eru ekki talin valda verulegum neikvæðum áhrifum.

Til að meta möguleg sjónræn áhrif af Hvammsvirkjun var gerð sýnileikagreining. Niðurstöður hennar gefa vísbendingar um sýnileika mannvirkja. Samkvæmt greiningunni er flatarmál þess svæðis þar sem eitthvað virkjunarmannvirki er sýnilegt um 55 km2 eða 29% af hinu afmarkaða athugunarsvæði. Einhver hluti virkjunarmannvirkja mun sjást frá 27 af 72 íbúðarhúsum sem staðsett eru innan athugunar­svæðisins (38% íbúðarhúsa), 14 af 92 frístundahúsum (15% frístundahúsa) en mannvirki munu ekki sjást frá þeim hótelum og gististöðum sem eru í grunni Landmælinga Íslands. Þó taka beri þessum upplýsingum með fyrirvara um flokkun, þá tekur grunnurinn til allra dvalarstaða á svæðinu og gefur því yfirlit um sýnileika virkjunarmannvirkja frá þeim.

Section #
Segment
Segment

Sýnileiki mannvirkja

Myndin sýnir þau svæði þar sem einhver þáttur framkvæmda getur verið sýnilegur í allt að 5 km fjarlægð. Utan 5 kílómetra fjarlægðar geta mannvirki enn verið sýnileg en eru ekki talin valda verulega neikvæðum áhrifum.

Section #Ahrifeinstakraframkvaemdathatta
Segment

Áhrif einstakra framkvæmdaþátta

Á myndinni hér að neðan má skoða helstu niðurstöður sýnileikagreiningar en frekari lýsingu má finna í sérfræðiskýrslu um landslag og ásýnd.

Segment
1 2 3 4 5 6 7 8 9
 • 1 Stífla við Hagalón

  Stíflan verður að stærstum hluta jarðvegsstífla og því hægt að fella hana vel að landi í lit og áferð. Stíflan mun sjást víða að, sérstaklega úr vestri og norðri, en verður minna áberandi úr austri, þar sem lónið liggur upp að henni.
 • 2 Stífla við Ölmóðsey

  Stíflan er minni en sú við Hagalón og verður lág jarðvegsstífla. Stíflan mun ekki standa upp úr landslaginu og verður lítið áberandi nema úr norðri á kafla Þjórsárdalsvegar og frá Stóra- og Minni-Núpi.
 • 3 Varnargarðar

  Sunnan við lónið liggja um 4 kílómetra langir varnargarðar, um 4 metra yfir lónsyfirborðinu. Garðarnir sjást mest á svæðinu næst stíflu og úr hlíðum fjallanna norðan lónsins.
 • 4 Stöðvarhús

  Húsið er að mestu niðurgrafið og staðsett í lægð í landinu sem takmarkar sýnileika þess. Húsið mun þó rísa um 5 metra upp úr umhverfi sínu og vera sýnilegt á svæðinu allra næst því, á litlum kafla af Þjórsárdalsvegi og frá hlíðunum ofan við stöðvarhúsið, bæði af Skarðsfjalli og Núpsfjalli.
 • 5 Tengivirki Landsnets

  Tengivirkið rís um 8 metra yfir umhverfi sitt. Það mun sjást vel í næsta nágrenni við virkjunina og vera nokkuð áberandi frá Þjórsárdalsvegi og úr hlíðum Skarðsfjalls, Hagafjalls, Háholts og Núpsfjalls.
 • 6 Vatnsborð lónsins

  Vatnsborð lónsins verður að jafnaði í 116 metra hæð yfir sjávarmáli og þekur um 4 ferkílómetrar. Vatnsborð á svæðinu mun hækka og land fara undir vatn. Frá flestum svæðum sést aðeins lítill hluti lónsins, en það verður mest sýnilegt frá bökkum þess og hlíðunum þar ofan við.
 • 7 Frárennslisskurður

  Skurðurinn er niðurgrafinn, að mestu staðsettur í lægð, og því ekki áberandi.
 • 8 Þjórsárdalsvegur

  Vegurinn verður endurbyggður meðfram lóninu að norðan og mun mynda hluta af bökkum þess. Á svæðunum næst veginum sést aðeins lítill hluti hans frá hverjum stað nema frá hæðunum ofan við veginn þar sem hann mun sjást allur.
 • 9 Aðkomuvegur

  Megin aðkoma að stöðvarhúsi verður af Landvegi, um heimreið að Hvammi. Þaðan verður gerður rúmlega 3 kílómetra langur vegur. Vegurinn liggur lágt í landi og verður lítið sýnilegur.
Section #Vidhorfheimamanna
Segment

Viðhorf heimamanna

Áhrifasvæði Hvammsvirkjunar er frekar strjálbýlt. Þar er mikið um grónar hæðir og landnotkun er að mestu tengd landbúnaði. Þeir staðir sem fólk dvelur á eru helst íbúðar- og sumarhús og það eru fyrst og fremst íbúar svæðisins sem nýta það til útivistar og atvinnu.

Til að meta áhrif á ásýnd var auk sýnileikagreiningar stuðst við fjölbreytt gögn um umhverfi svæðisins, opinber viðmið og viðhorfskannanir sem gerðar voru meðal íbúa, sumarhúsaeigenda, ferðamanna og hagsmunaaðila.

Með viðhorfskönnunum fengust mikilvægar upplýsingar um útsýnisstaði, svæði og ferðaleiðir sem fólk telur mikilvæg með tilliti til ásýndar. Við gerð þeirra kom fram að 70% þátttakenda telja ólíklegt að þeir muni sjá einhver mannvirki tengd Hvammsvirkjun frá heimilum sínum eða sumarhúsum, en um fjórðungur þátttakenda töldu það líklegt. Sú niðurstaða er í samræmi við þá útreikninga sem unnir voru í sýnileikagreingunni og eru settir fram hér að ofan. Nánar má lesa um viðhorfskannanir í sérfræðiskýrslu um landslag og ásýnd.

Section #Nidurstodurogmotvaegisadgerdir
Segment

Niðurstöður og mótvægisaðgerðir

Heildaráhrif á ásýnd vegna Hvammsvirkjunar eru metin óverulega neikvæð til talsvert neikvæð. Nánar má lesa um niðurstöður mats á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar á landslag og ásýnd hér. Umfjöllun um mótvægisaðgerðir má skoða hér.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Í kafla 5 má lesa nánar um áhrif á landslag og ásýnd lands.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF