Section #
Segment

Starfsemi Landsvirkjunar fylgir óhjákvæmilegt rask þar sem virkjanaframkvæmdir, vatnaflutningar og tilkoma nýrra mannvirkja geta haft áhrif á náttúru, lífríki og samfélag. Hluti af mati á umhverfisáhrifum er að skilgreina mótvægisaðgerðir sem draga eiga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar.

Section #
Segment

Yfirlit mótvægisaðgerða

Með mótvægisaðgerðum er leitast við að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdar. Mótvægisaðgerðir eru þær aðgerðir sem teljast ekki nauðsynlegur þáttur framkvæmdar, en gripið er til á hönnunartíma, framkvæmdatíma og að loknum framkvæmdum.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir mótvægisaðgerðir sem vega munu upp á móti neikvæðum áhrifum Hvammsvirkjunar og tengdra framkvæmda á þá tvo umhverfisþætti sem eru til endurmats; landslag og ásýnd lands og á ferðaþjónustu og útivist.

Section #Yfirlitmotvaegisadgerda
Segment

Landslag og ásýnd lands

 • Mannvirki verði látlaus en áhugaverð.
 • Áferð og litur steinsteyptra mannvirkja falli vel að umhverfi.
 • Takmarka sýn að mannvirkjum með gróðri.
 • Stífla og stíflugarðar verði grædd upp loftmegin þar sem það á við.
 • Brjóta upp einsleitt útlit stíflugarða með landmótun.
 • Styrkja strandsvæði, tanga og nes sem standa út í Hagalón.
 • Forma haugsvæði þannig að þau falli vel að landi.
 • Nýta svarðlag af framkvæmdasvæði við lokafrágang og/eða viðhalda grenndargróðri.
 • Græða uppblásturssvæði og haugsvæði.
 • Rækta trjágróður á völdum stöðum á framkvæmdasvæði.
 • Tryggja 10 m3/s lágmarksrennsli í farvegi Þjórsár frá stíflu að frárennslisskurði virkjunar neðan Ölmóðseyjar.
 • Endurheimt votlendis á Suðurlandi.

Ferðaþjónusta og útivist

 • Sjá umfjöllun hér að ofan um mótvægisaðgerðir vegna áhrifa á landslag og ásýnds lands. Aðgerðirnar miða að því að draga úr sýnileika mannvirkja og/eða fella mannvirki að umhverfi svo draga megi úr áhrifum á ásýnd frá helstu ferðaleiðum; Þjórsárdalsvegi, reið- og gönguleiðum meðfram Hagalóni.
 • Reið- og gönguleiðir verða lagfærðar eða færðar verði þær fyrir röskun á framkvæmda- eða rekstrartíma virkjunar. Að loknum framkvæmdum er gert ráð fyrir gönguleið og reiðleið á stíflu yfir Þjórsá
 • Á höfuðbýlinu Stöng í Þjórsárdal er Þjóðveldisbærinn, tilgátuhús sem er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Þjóðminjasafns Íslands og Forsætisráðuneytisins.
 • Í Þjórsárstofu í Árnesi er rekin upplýsingamiðstöð, sýning um náttúru- og menningarminjar í sveitarfélaginu og kynning á vatnsaflsvirkjunum á svæðinu. Stofan er rekin af Skeiða- og Gnúpverjahreppi og reksturinn er styrktur af Landsvirkjun.
Section #
Segment
Segment

Dæmi um mótvægisaðgerð

Með því að klæða stífluna með gróðri mun ásýnd hennar breytast með árstíðaskiptunum. Þar sem við á verða stíflugarðar einnig græddir upp loftmegin. 

Section #Endurheimtlands
Segment

Endurheimt lands

Áhrif Hvammsvirkjunar á þá tvo umhverfisþætti sem nú eru til skoðunar snúa að mestu að breytingum á landslagi og ásýnd. Því verður lögð áhersla á að skapa sem best heildarjafnvægi milli útlits mannvirkja, land­mótunar og náttúrulegs umhverfis. Umfram efni úr uppgreftri verður nýtt til landmótunar og vinnuslóðar, sem ekki nýtast til frambúðar, verða fjarlægðir að framkvæmdum loknum að höfðu samráði við landeigendur.

Gert er ráð fyrir að bæta fyrir það gróna land og þann jarðveg sem hverfur undir framkvæmdir með uppgræðslu. Miðað er við að græða upp þrefalt flatarmál þess lands sem tapast og er það aukning frá áður gerðum samningum við landeigendur (var u.þ.b. tvöfalt). Er þetta í samræmi við ný viðmið Landgræðslu ríkisins um mótvægisaðgerðir vegna gróins lands sem hverfur undir framkvæmdir. Nú þegar hafa verið grædd upp stór vangróin landsvæði í samvinnu við landeigendur og Landgræðslu ríkisins og unnið að endurheimt votlendis í landi Skálholts.

Section #VideyBudavegur
Segment

Viðey

Tekið skal fram, þó að ekki sé um mótvægisaðgerð að ræða, að ásýnd Viðeyjar, sem og líffræðilegt og sögulegt gildi hennar, verða vernduð. Eyjan verður girt af í samstarfi við Umhverfisstofnun og í samræmi við friðlýsingarskilmála.

Segment

Búðavegur

Nýr vegur og brú yfir Þjórsá, Búðavegur, er ekki mótvægisaðgerð vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun. Umræddur vegur er á ábyrgð Vegagerðarinnar og tilgangur þeirrar framkvæmdar ekki að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð áhrif vegna Hvammsvirkjunar.

Section #
Segment

Samanburður við mat á umhverfisáhrifum
frá árinu 2003

Í tengslum við umhverfisáhrif á landslag og ásýnd og ferðaþjónustu og útivist eru lagðar til sambærilegar mótvægisaðgerðir nú og í fyrra mati á umhverfisáhrifum frá árinu 2003.

Upplýsingar um mótvægisaðgerðir fyrir aðra umhverfisþætti er að finna í samantekt um mótvægisaðgerðir og í viðbótargögnum sem komið hafa fram í endurskoðunarferli mats á umhverfisáhrifum.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar. 

Í kafla 7 má lesa nánar um mótvægisaðgerðir.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF