Section #
Segment

Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og starfar eftir virkri vöktunaráætlun á öllum starfssvæðum fyrirtækisins. Ítarleg vöktun gefur sýn á hvort og þá hvernig starfsemi Landsvirkjunar hefur áhrif á umhverfið og hvort úrbóta sé þörf.

Section #
Segment

Vöktun áhrifasvæða

Umhverfisrannsóknir eru nauðsynlegar til að afla þekkingar á þeim fjölmörgu þáttum sem geta orðið fyrir áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar. Rannsóknirnar fela í sér ítarlega vöktun, sem í fyrstu beinist að fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum sem ætlað er að draga úr áhrifum framkvæmda. Eftir að virkjun er lokið og rekstur aflstöðvar hefst beinist vöktun að einstökum umhverfisþáttum. Enn fremur er árangur mótvægisaðgerða vaktaður til að meta hvort úrbóta sé þörf.

Section #Voktunaraaetlun
Segment

Vöktunaráætlun

Í tengslum við þá tvo umhverfisþætti sem eru til endurmats nú (ferðaþjónustu og útivist og landslag og ásýnd lands) verða eftirfarandi þættir vaktaðir:

Segment

Hvað er vaktað?

Gróðurframvinda

  • Ástæður vöktunar

Tryggja þarf virkni landgræðslu og skógræktar til að takmarka sýn að mannvirkjum og sem hluti af vönduðum frágangi.

  • Markmið

Að stuðla að sjálfbærri gróðurframvindu og vanda frágang á röskuðu landi og haugsvæðum.

  • Tíðni

Árleg á meðan aðgerðir eru í gangi í samstarfi við Landgræðslu ríkisins.

  • Uppruni fyrirmæla

Úrskurður Skipulagsstofnunar við mat á umhverfisáhrifum (MÁU) virkjunar við Núp 2003 og niðurstaða MÁU 2017.

Eigin kröfur Landsvirkjunar.

Hvað er vaktað?

Öldurof og eyðing gróðurs á ströndum Hagalóns

  • Ástæður vöktunar

Þar sem vatnshæðarbreytingar, alda og vindur geta leitt til rofs á bökkum lóna þarf að fylgjast með breytingum til að grípa megi tímanlega til aðgerða, gerist þess þörf.

  • Markmið

Að fyrirbyggja öldurof og eyðingu gróðurs á bökkum lóns gerist þess þörf.

  • Tíðni

Í samræmi við vöktunaráætlun sem unnin verður í samráði við sveitarstjórnir, Umhverfisstofnun og Landgræðslu ríkisins.

  • Uppruni fyrirmæla

Úrskurður Skipulagsstofnunar við mat á umhverfisáhrifum virkjunar við Núp 2003.

Úrskurður umhverfisráðuneytis, dags. 27. apríl 2004.

Eigin kröfur Landsvirkjunar.

Hvað er vaktað?

Fok og setmyndun í farvegi Þjórsár frá stíflu að frárennslisskurði við Ölmóðsey

  • Ástæður vöktunar

Þar sem rennslisbreytingar í farvegi geta leitt til myndunar rofbakka og sets þarf að fylgjast með breytingum þ.a. fyrirbyggja megi fok.

  • Markmið

Að fyrirbyggja sandfok á svæðum þar sem rennsli verður að jafnaði minna.

  • Tíðni

Árleg í samráði við Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnun.

  • Uppruni fyrirmæla

Úrskurður Skipulagsstofnunar við mat á umhverfisáhrifum (MÁU) virkjunar við Núp 2003 og niðurstaða MÁU 2017.

Eigin kröfur Landsvirkjunar.

Hvað er vaktað?

Allt rask á framkvæmdarsvæðinu ásamt akstursleiðum

  • Ástæður vöktunar

Fylgjast þarf með því að áætlunum sé fylgt og farið sé eftir fyrirmælum til að koma í veg fyrir að landi verði raskað að óþörfu.

  • Markmið

Að lágmarka allt rask á svæðinu vegna framkvæmdarinnar til að takmarka sjónræn áhrif.

  • Tíðni

Stöðugt á framkvæmdatíma.

  • Uppruni fyrirmæla

Eigin kröfur Landsvirkjunar.

Hvað er vaktað?

Votlendi á Skálholtsjörðinni

  • Ástæður vöktunar

Tryggja þarf að endurheimt votlendis hafi tekist.

  • Markmið

Að bæta fyrir það votlendi sem tapast vegna framkvæmdarinnar (14 ha).

  • Tíðni

Framkvæmdum lauk haustið 2016. Svæðið verður vaktað árlega  í nokkur ár af Votlendissetri Lbhí.

  • Uppruni fyrirmæla

Úrskurður Skipulagsstofnunar við mat á umhverfisáhrifum virkjunar við Núp 2003.

Eigin kröfur Landsvirkjunar.

Hvað er vaktað?

Rennsli í farvegi Þjórsár neðan stíflu. Opnun flóðloka, rennsli um stöð.

  • Ástæður vöktunar

Of lítið rennsli getur tafið göngulax á leið upp ána. Snöggar rennslisbreytingar geta haft áhrif á lífríki. Vatn í farveginum hefur áhrif á útlit hans.

  • Markmið

Að tryggja nægjanlegt rennsli fyrir göngu laxfiska að laxastiga og að lágmarka áhrif á lífríki árinnar.

  • Tíðni

Stöðug stýring og vöktun á rennsli frá stjórnstöð Landsnets.

  • Uppruni fyrirmæla

Úrskurður Skipulagsstofnunar við mat á umhverfisáhrifum virkjunar við Núp 2003.

Eigin kröfur Landsvirkjunar.

Hvað er vaktað?

Magn bitmýs.

  • Ástæður vöktunar

Hugsanlegt er að virkjunin hafi áhrif á magn bitmýs.

  • Markmið

Að fylgjast með áhrifum virkjunar á magn bitmýs.

  • Tíðni

Árlega í 3 ár áður en fyllt er í Hagalón og í 5-10  ár eftir að fyllt hefur verið í Hagalón.

  • Uppruni fyrirmæla

Tillögur Hafrannsóknarstofnunar.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar. 

Í kafla 7 má lesa nánar um vöktun. 

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF