Section #
Segment

Mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar á lífríki Þjórsár fór fram árið 2003. Niðurstöður matsins eru enn í gildi og eru ekki hluti af þeirri endurskoðun sem fer fram nú. Umfjöllun um mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkjunar á fiskistofna í Þjórsá er hér eingöngu sett fram til upplýsinga.

Section #VatnalifrikiThjorsar
Segment

Vatnalífríki Þjórsár

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi Hvammsvirkjunar í neðri Þjórsá. Slíkar rannsóknir veita mikilvæga þekkingu á vatnalífríki árinnar og eru nýttar við þróun og hönnun mótvægisaðgerða.

Í Þjórsá er að finna einn af stærri laxastofnum landsins ásamt fleiri fisktegundum. Með tilkomu Hvammsvirkjunar þarf að tryggja að fiskar geti synt upp ána á hrygningarstöðvar og að seiðin geti síðar komist klakklaust framhjá mannvirkjum sem torvelda leið þeirra niður árfarveginn. Við hönnun Hvammsvirkjunar er því gert ráð fyrir fiskistiga, seiðafleytu og fiskvænum vélum.

Section #MotvaegisadgerdirvegnaahrifaafiskistofnaiThjorsa
Segment

Kynntu þér mótvægisaðgerðir vegna áhrifa á fiskistofna í Þjórsá.

Section #Rennslinedanstiflu
Segment

Rennsli neðan stíflu

Með tilkomu Hvammsvirkjunar verða rennslisbreytingar í árfarvegi neðan stíflu. Rennsli mun skerðast á um 2,7 kílómetra kafla frá Hvammsstíflu ofan við Viðey (Minnanúpshólma) suður fyrir Ölmóðsey. Neðan Ölmóðseyjar verður rennsli nánast óbreytt.

Minnkað rennsli getur haft áhrif á vatnalífríki og á framkvæmdartíma verður árfarvegurinn neðan stíflu rannsakaður enn frekar svo þróa megi mótvægisaðgerðir. Haft verður í forgangi að tryggja auðvelda gönguleið fiskistofna í ánni upp farveginn, sem mun ráða miklu um hvernig lokafrágangur árfarvegar neðan stíflu verður.

Segment
Segment

Með því að stýra rennsli í gegnum seiðafleytu verður lágmarksrennsli í árfarvegi neðan stíflu tryggt, 10 rúmmetrar á sekúndu. Á göngutíma seiða verður fleytan fullopin og þá verður rennsli 35 rúmmetrar á sekúndu, sem er ákjósanlegt rennsli fyrir göngu seiða. Einnig verður hægt að stýra rennsli um flóðlokur virkjunar til að auðvelda göngur fiska og seiða.

Eftir að rekstur Hvammsvirkjunar hefst verður árfarvegurinn neðan stíflu vaktaður. Ef á þarf að halda, verður gripið til frekari mótvægisaðgerða til að tryggja gönguleið fiska og viðhalda fjölbreyttu vatnalífríki.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Í kafla 7 í mati á umhverfisáhrifum frá árinu 2003 má lesa nánar um mótvægisaðgerðir vegna áhrifa á fiskistofna í Þjórsá.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF

Álit Skipulagsstofnunar 

4 MB PDF