Section #
Segment

Allar stærri framkvæmdir þurfa að vera í samræmi við aðalskipulag þess sveitarfélags sem þær eru staðsettar í. Það er gert til að tryggja að mannvirki séu ekki reist á varhugaverðum eða vernduðum svæðum og að starfsemi sem þeim fylgir falli að samfélagi, umhverfi og aðliggjandi landnotkun.

Section #
Segment

Hvammsvirkjun samþykkt í aðalskipulagi

Áætluð framkvæmd við Hvammsvirkjun er í samræmi við gildandi aðalskipulagsáætlanir tveggja sveitarfélaga; Rangárþings ytra í Rangárvallasýslu og í Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnessýslu. Yfirstandandi er nú breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna lagfæringar á uppdrætti. Samkvæmt skipulagsáætlunum beggja sveitarfélaga er því gert ráð fyrir Hvammsvirkjun ásamt lóni, vegum, efnistöku- og haugsvæðum og öðru því sem kemur fram í framkvæmdaáætlun. Deiliskipulagstillaga fyrir Hvammsvirkjun og aðalskipulagsbreytingar voru auglýstar samhliða kynningu á frummatsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Nýting Landsvirkjunar á landsvæði undir framkvæmd Hvammsvirkjunar er háð skilmálum gildandi aðalskipulags. Í aðalskipulagi er því framkvæmdasvæðið og önnur nýtingarsvæði skilgreind og afmörkuð.

Segment
Section #BudavegurogbruyfirThjorsa
Segment

Búðavegur og brú yfir Þjórsá

Nýr vegur, Búðavegur, verður lagður suður frá þéttbýlinu í Árnesi. Ný brú verður byggð yfir Þjórsá ofan við Búðafoss, í um 7 kílómetra fjarlægð vestan virkjanasvæðisins. Vegurinn mun tengja uppsveitir Árness og Rangárþings ytra.

Nýr vegur og brú falla að markmiðum skipulagsáætlana sveitarfélaganna um bættar samgöngur á svæðinu og eru framkvæmdirnar samþykktar í aðalskipulagi beggja sveitarfélaga. Framkvæmdin er á ábyrgð Vegagerðarinnar en Landsvirkjun mun koma að fjármögnun og skipulagi framkvæmdar.

Segment
Section #
Segment

Samningar við landeigendur

Framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar nær til jarðanna Hvamms, Skarðs og Yrja í Rangárþingi ytra, og Haga, Fossness og Minni-Núps í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Landsvirkjun hefur samið við alla landeigendur um afnot af landinu og bætur vegna þeirra áhrifa sem Hvammsvirkjun hefur á jarðir þeirra.

Segment
Section #Verndarsvaedi
Segment

Verndarsvæði

Engin friðlýst svæði eru innan framkvæmdasvæðis Hvammsvirkjunar. Viðey (Minnanúpshólmi) er staðsett fyrir neðan fyrirhugað framkvæmdasvæði en eyjan var friðuð árið 2011 svo vernda megi gróskumikinn birkigróður í eynni. Í friðlýsingarskilmálunum kemur fram að ef virkjað verður í neðanverðri Þjórsá muni Umhverfisstofnun sjá til þess að friðlandið verði girt af svo vernda megi lífríki svæðisins fyrir mönnum og dýrum.

Þjórsárhraun er eldhraun og nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Þar segir að forðast beri rask á hrauninu, „nema brýna nauðsyn beri til.Í umhverfisskýrslu með Aðalskipulagi Rangárþings ytra kemur fram að þó að hluti Þjórsárhrauns muni hverfa undir lón og mannvirki Hvammsvirkjunar, eru áhrif á verndargildi þess talin óveruleg.

Á aðalskipulagi Rangárþings ytra er Mýrarskógur settur undir hverfisvernd og mun svæðið ekki verða fyrir beinum áhrifum af framkvæmdinni.  

Segment
Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Í kafla 2.4.6 er fjallað nánar um verndarsvæði og í kafla 2.5 um skipulag.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF