Section #
Segment

Hvammsvirkjun tilheyrir einu stærsta orkuvinnslusvæði landsins, Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Upptök þess eru í Hofsjökli og Vatnajökli þaðan sem vatnið rennur úr um 600 metra hæð. Fallkraftur vatnsins er síðan nýttur í sex aflstöðvum áður en það rennur til sjávar.

Section #Orkaurkraftivatnsins
Segment

Orka úr krafti vatnsins

Það sem einkennir vatnakerfið á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu er að hvert lónið tekur við af öðru og á milli lónanna eru aflstöðvar sem virkja orkuna sem býr í fallkrafti vatnsins. Hvammsvirkjun verður neðsta virkjunin á svæðinu, staðsett efst í neðri Þjórsá neðan við Búrfellsstöð. Með því að virkja áður ónýtt fall neðan núverandi virkjana á svæðinu vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir.

Segment

Fallhæð á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár

Segment

Rekstur virkjana á Þjórsár- Tungnaársvæðinu nær allt aftur til ársins 1969. Nú eru þar sex vatnsaflsstöðvar; Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð, Hrauneyjafossstöð, Búðarhálsstöð, Sultartangastöð og Búrfellsstöð. Landsvirkjun rekur einnig tvær vindmyllur í rannsóknarskyni ofan við Búrfell. Auk aflstöðva eru á svæðinu aðrennslisskurðir, frárennslisskurðir, stíflur, lokuvirki, inntaksvirki, uppistöðulón, efnisnámur, vegir og fimm flutningslínur fyrir raforku.

Landsvirkjun vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum fyrir Hvammsvirkjun. Fyrirtækið er einnig með til skoðunar tvo aðra virkjunarkosti í neðri Þjórsá; Holtavirkjun og Urriðafossvirkun.

Section #UmhverfinedriThjorsar
Segment

Umhverfi neðri Þjórsár

Þjórsá er eitt orkumesta fallvatn á Íslandi. Áin er jökulá að uppruna en á langri leið sinni ofan af hálendinu falla í hana fjölmargar dragár og lindár. Stærsta þveráin er Tungnaá en árnar tvær renna saman í Sultartangalóni. Þjórsá rennur að mestu á Þjórsárhrauni frá Búrfelli að Urriðafossi, að undanskildum hlutanum frá Fossá niður að Yrjaskeri þar sem hún rennur yfir þykk malar- og sandlög.

Segment
SegmentBúðafoss er einn af þremur fossum í neðri Þjórsá. Í ánni eru líka Hestfoss og Urriðafoss og njóta þeir allir verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Starfsemi Hvammsvirkjunar mun ekki hafa áhrif á núverandi rennsli í fossunum.

Segment

Virkjanir í Þjórsá hafa breytt eiginleikum árinnar frá því sem áður var. Rennsli er stöðugra en áður, með minni sveiflum og færri flóðtoppum. Vetrarrennsli hefur aukist og sumarrennsli minnkað. Einnig hefur jökulaur í ánni minnkað mikið þar sem hann sest í lónum ofar á vatnasviðinu.

Section #Landslag
Segment
 • Þjórsá

  Farvegur Þjórsár og nærliggjandi láglendi eru áberandi í landslagi svæðisins ásamt lágum fjöllum, ásum og dalverpum.
 • Skarðsfjall

  Skarðsfjall rís í suðaustri. Umhverfis fjallið liggur Þjórsárhraun sem mótar austurbakka Þjórsár á áhrifasvæði virkjunarinnar.
 • Hagafjall

  Norðvestan Þjórsár rísa Hagafjall.
 • Viðey

  Í Viðey (Minnanúpshólma) í Þjórsá er gróskumikill birkigróður. Eyjan var friðuð árið 2011.
 • Núpsfjall

  Núpsfjall rís vestan Þjórsár.
Section #Natturuva
Segment

Náttúruvá

Landsvirkjun hefur gert áhættumat vegna fyrirhugaðra mannvirkja við neðanverða Þjórsá. Niðurstöður sýna að staðaráhætta fólks vegna flóða helst óbreytt þrátt fyrir ný mannvirki og telst vera innan ásættanlegra marka.

Section #
Segment

Ítarefni

Hér má sækja matsskýrslu Hvammsvirkjunar.

Í kafla 2.4.6 er fjallað nánar um verndarsvæði og í kafla 2.5 um skipulag.

Matsskýrsla 2017  

22 MB PDF